Boxið er netverslunarkerfi fyrir vef og app. Við bjóðum upp á einfalda verðskrá og mikla samþættingu.

Hafðu samband
Skipholti 33
Bakhús
105 Reykjavík
hafdusamband@boxid.is

Samfélagsmiðlar

Alþjóðleg netverslun

Viltu netverslun sem aðlagar sig að markaði viðskiptavina þinna?

Eiginleikar sem enginn annar býður upp á

Boxið býður upp á lausnir fyrir fyrirtæki
sem selja vörur á alþjóðlegum markaði

Eitt vörumerki, mörg lönd, mismunandi þarfir

Boxið gerir þér kleift að markaðssetja þína alþjóðlegu netverslun með þarfir hvers markaðar í huga, allt undir sama vörumerki, í sama kerfinu.
Með Boxinu getur þú boðið upp á mismunandi síður eftir því hvaðan viðskiptavinir koma. Hver lands netverslun getur haft fjölmörg einkenni t.d. sitt eigið:
  • Lén
  • Útlit
  • Tungumál
  • Vörulistar
  • Gjaldmiðlar og verð
  • Vörulýsingu og skatta
  • Sendingarmöguleika
  • Stafræna markaðssetningu ofl.
  • Gjaldmiðlar, skattar og verðlagning

    Oft bera vörur gjöld og skatta þegar þær eru seldar til annara landa.
    Með Boxinu er á einfaldan hátt hægt að setja upp reiknireglur gjalda og skatta í hverju landi fyrir sig. Því er auðvelt að gefa upp verð pöntuninnar með sköttum og gjöldum þegar viðskiptavinur gengur frá greiðslu.

    Auk þess er einfalt að verðleggja vörur á mismunandi hátt eftir markaðssvæði. Sem dæmi ef þú selur sömu vöruna í tveimur löndum og hún ber hærra kostnaðarverð í öðru landinu þá getur þú skráð hærra útsöluverð fyrir þá sem panta frá því landi.

    Stýrðu öllu frá einum stað

    Þú stýrir öllum síðunum þínum frá einum stað með stjórnendasíðu Boxins. Í stað þess að reka vefkerfi fyrir hvert markaðassvæði þá stýrir þú öllum síðunum á einum stað, auk þess að stýra appinu.

    Þú getur sett hverja landssíðu upp á mismunandi hátt, með mismunandi “layouti”, tilboðum og markaðsefni.

    Einnig er innbyggt í kerfinu tungumálasett fyrir fjölda landa

    Það er ekkert mál að byrja

    • Byrjaðu á að velja hvort þú viljir vera með vefsíðu með einu léni eða eitt lén fyrir hvert land.
    • Veldu greiðslugátt fyrir hvert land sem þú vilt selja í.
    • Veldu frá hvaða vöruhúsi og með hvaða flutningsaðila þú vilt senda pantanir frá hverju landi.
    • Kerfið sér svo um:
      1. Að reikna sendingakostnað pantana eftir þínum reglum:
        Reikna skatta og gjöld pantana eftir reiknireglum.
        Tengja þig við allþjóðlegar flutningsþjónustur.
        Sækja tracking númer fyrir hverja pöntun.
    • Skráðu vöruverð í hverju landi.
    • Veldu hvaða vörur eru í boði í hverju landi.

    Auk þess er auðvelt að færa vörulista úr Shopify.

    Hafðu samband og byrjaðu að selja vörur um allan heim á netinu

    Hafðu samband

    Ef þú ert ekki viss eða vilt nánari upplýsingar
    hafðu þá samband og við leiðum þig í sannleikann.