Boxið er netverslunarkerfi fyrir vef og app. Við bjóðum upp á einfalda verðskrá og mikla samþættingu.
Boxið er fjölmynta og fjöltyngd skalanleg netverslun
með hraðvirkum mobile first vef, appi eða
headless (REST API og GraphQL)
Yfir 5 ára reynsla af rekstri og uppsetningu netverslana
Boxið er samþætt helstu greiðslugáttum, ERP og CRM kerfum.
Skalanleg og hröð hýsing er innifalin auk þess sem kerfið er í stöðugri þróun.
Stofnendur Boxins hófu rekstur á fyrstu raunverulegu matvöruversluninni sem eingöngu var á netinu. Í kringum hana þróuðu þeir kerfi út frá þörfum sínum og starfsmanna sinna. Fáir búa yfir jafn víðtækri reynslu af verkferlum netverslunar og þeir sem hafa gengið í öll störf tengd henni. Dýrmæt reynsla, skilningur og sýn á starfsemi og rekstur netverslunar frá forsíðu til afhendingar vöru.
Boxið býður upp á fjölda möguleika svo sem gott notendaviðmót með stórum myndaflötum sem leiða viðskiptavini áfram, ótakmörkuðum vöruflokkunum, endurkomu hvata í formi punktagjafa og stighækkandi afslátta, vörum í áskrift, mörgum afhendingarmátum og afhendingartímum. Einnig er innbyggð Leitarvélabestun (SEO) og vöruleitarvél byggð á Elastic Search.
„Native“ iOS eða Android app fylgir hverju kerfi. Meirihluti vefumferðar fer í gegnum snjallsíma vafra en minnsta hlutfall sölu. Með því að bjóða upp á sölurás í gegnum app þá hámarkar þú söluhlutfall snjallsíma umferðar.
Boxið er samþætt við Borgun, Valitor og Kortaþjónustuna. Allar greiðslur fara í gegnum netverslunina og er notast við sýndarkort sem geyma kortaupplýsingar viðskiptavina á öruggan máta. Greiðslugáttir uppfylla 3D Secure og PCI öryggisstaðla.
Algengt er að hýsing þoli mikið óvænt álag illa. Með öruggri skalanlegri hýsingu AWS bregst vefþjónninn við og eykur afkastagetu sína eftir þörfum. Engar fréttatilkynningar um að síðan sé á hliðinni vegna umferðar (Nema að þú viljir). PCI DSS Level 1, HIPAA, ISO 27001, ISO 27017 vottað.
Boxið er hannað til að vinna með þeim kerfum sem viðskiptavinir okkar nota í dag. Auðvelt er að samþætta helstu þjónustur þriðju aðila við Boxið, til dæmis bókhalds-, birgða og sölukerfi, markaðssetningarþjónustur, greiningarþjónustur og fleira.
Á stjórnendasíðu Boxins getur þú stjórnað öllum vöruupplýsingum s.s. verði, vörulýsingu, flokkum, myndum og fleira fyrir allar sölurásir netverslunarinnar. Enginn tvíverknaður og þú hámarkar sölumöguleika verslunarinnar á netinu.
Með netverslun frá Boxinu færðu app í iOS og Android útgáfu, en þessi tvö stýrikerfi eru talin hafa um 98% markaðshlutdeild í heiminum. Til að rekstraraðilar geti hámarkað sölumöguleika sína þá er mikilvægt að vera þar sem fólkið er.
Ýttu þínum skilaboðum beint á skjáinn hjá app notendum. Minntu stöðugt á netverslunina þína með því að senda skilaboð um tilboð, nýjar vörur eða áminningar um endurkomu beint á skjáinn.
Desktop
Mobile
Tablet
Netverslanir Boxins hlaðast inn á ógnarhraða.
Netverslanir Boxins eru aðgengilegar fyrir alla, líka þá sem þurfa stoðbúnað.
Vertu með netverslun sem er með kóðann og öryggið í lagi og nýjustu staðla. Boxið skorar 100%.
Ekki vera týndur, láttu finna þig á leitarvélum. Boxið er með bestu leitarvélarbestunartól fáanleg í dag.
Netverslanir Boxins eru hýstar á öruggan og skalanlegan hátt hjá Amazon Web Services (AWS), einum stærsta hýsingaraðila heims sem hýsir m.a. fyrir Netflix, Facebook, Zoom og hundruðir annara fyrirtækja. Hýsingin er skalanleg sem þýðir að vefþjónarnir geta brugðist strax við ef óvænt álag kemur á þá. PCI DSS Level 1, HIPAA, ISO 27001, ISO 27017 vottað.
Netverslanir Boxins bjóða upp á "on-site" greiðslur og sýndarkort sem gerir viðskiptavinum kleift að greiða fyrir pöntunina án þess að fara út af síðunni á svokallaða greiðslusíðu. Greiðslukortaupplýsingar eru vistaðar í dulkóðuðum hjúp og er notast við sýndarkort og er því óþarfi að slá inn greiðslukortaupplýsingar í næstu skipti þegar pantað er. Greiðsluferlið er 3D Secure vottað og samþætt við þrjá stærstu færsluhirða landsins, Borgun, Korta og Valitor.
Netverslanir Boxins leggja áherslu á endurkomuhvata. T.d. vildarkerfi í formi punkta eða inneigna, stighækkandi afslætti og ábendingarhvata (e. referrals).
Einungis tekur 2 vikur að setja upp netverslun með Boxinu. Ef þú ert með netverslun frá Shopify í rekstri þá er auðvelt að færa vörulistann yfir.
Gerðu öllum kleift að versla. Netverslanir Boxins uppfylla WCAG 2.1 staðalinn sem tryggir gott aðgengi fyrir alla, m.a. þá sem þurfa stoðbúnað, eru lesblindir eða sjónskertir.
99.000
1 vefverslun |
1 stjórnendasíða fyrir allar sölurásir |
Ótakmarkaðir stjórnendur |
Uppfærslur mánaðarlega |
Leitarvélabestun |
Skalanleg, hröð og örugg hýsing á netþjónum AWS |
Örugg greiðslugátt með sýndarkorti |
Leitarvél með elastic leit |
249.000
1 vefverslun |
1 iOS og Android app gefið út af Boxinu |
1 stjórnendasíða fyrir allar sölurásir |
Ótakmarkaðir stjórnendur |
Uppfærslur mánaðarlega |
Leitarvélabestun |
Skalanleg, hröð og örugg hýsing á netþjónum AWS |
Örugg greiðslugátt með sýndarkorti |
Leitarvél með elastic leit |
399.000
Allt í vefsíðu og app auk: |
Þú ert útgefandi á appi |
Samþætting við ERP |
Þinn viðskiptastjóri |
Persónuleg aðstoð við uppsetningu og innleiðingu |
Aðstoð við innleiðingu á vöruskrá |
5 klukkustundir af aðstoð á mánuði |
20% afsláttur af útseldu tímagjaldi |