Vegan kremuð blómkálssúpa með bökuðu brauði
Einn Tveir og Elda

Vegan kremuð blómkálssúpa með bökuðu brauði

Matarpakki fyrir 2

Það sem þarf að eiga: Ólífuolía, Salt & Pipar


Það sem þarf að hafa við hendina: Hnífur, bretti, pottur, töfrasproti eða blandari

1) Saxið lauk og hvítlauk smátt og skerið blómkálið niður í litla bita. Hitið 2 msk af olíu í potti.

2) Mýkið laukinn og hvítlaukinn í pottinum í 2-3 mínútur og bætið síðan blómkálinu, haframjólkinni ogkraftinum útí. Leyfið þessu að malla í20 mínútur á miðlungshita.

3) Bætið 2 greinum af basiliku útí og maukið súpuna með töfrasprota eða með því að hella súpunni íblandara. Einnig er hægt að stappablómkálið í pottinum en það tekurlengri tíma og súpan verður ekki einsþétt í sér.

4) Hitið brauðin í ofninum í 5-10 mínútur. Smakkið súpuna til með salti og pipar áður en hún er borin fram með ferskri basiliku. Njótið vel!

Innihaldslýsing:

Blómkál, haframjólk (vatn, hafrar, repjuolía, kalsíumkarbonat, kalsíum fosfat, joðbætt salt, D2 vítamín, ríbóflavín, B12 vítamín), grænmetiskraftur (sjávarsalt, hrísgrjónamjöl,glúkósasíróp, gulrætur, sólblómaolía, laukur, SELLERÍ, steinselja, pipar ), hvítlaukur, laukur, fersk basilika, sú- pubrauð (HVEITI, vatn, GER, salt, GLÚTEIN, askorbýnsýra)

Gæti innihaldið snefil af hnetum

2.366 kr
2.366 kr / stk

DEILDU