Vegan Sticky hoisin núðlur
Einn Tveir og Elda

Vegan Sticky hoisin núðlur

Matarpakki fyrir 2

Það sem þú þarft að eiga: Salt og ólífuolía.
Það sem þarf að hafa við hendina: Hnífur, skurðarbretti, pottur og panna.
Gott er að lesa vel yfir uppskriftina áður en byrjað er að elda
Helstu ofnæmisvaldar: Edamame baunir (soja)
LEIÐBEININGAR
Skref 1 Hitið 500 ml af vatni í potti að suðu ásamt 1 tsk af salti. Þegar suðan er komin upp skal bæta núðlunum útí og sjóða þær í um það bil 5 mínútur eða þar til fullsoðnar.
Skref 2 Saxið engifer og skerið papriku og rauðlauk í fínar sneiðar, skerið brokkólí í litla bita.
Skref 3 Hitið 2 msk af ólífuolíu á pönnu og steikið grænmetið ásamt baununum í um það bil 5 mínútur. Bætið hoisin sósunni síðan útá og leyfið þessu að malla við meðalhita í 2 mínútur.
Skref 4 Sigtið núðlurnar frá vatninu og látið renna örlítið kalt vatn á þær til að koma í veg fyrir að þær klístrist saman. Skammtið síðan núðlunum í skálar og dreifið hoisin grænmetisblöndunni yfir, njótið vel!
2.366 kr
2.366 kr / stk

Uppselt

DEILDU