Vegan steikt hrísgrjón með stökku tofu
Einn Tveir og Elda

Vegan steikt hrísgrjón með stökku tofu

Matarpakki fyrir 2

Það sem þú þarft að eiga: Salt, pipar og ólífuolía.
Það sem þarf að hafa við hendina: Hnífur, skurðarbretti, panna og pottur.

LEIÐBEININGAR
Skref 1 Byrjið á að pressa vökvann úr tofuinu með því að leggja eitthvað þungt ofan á það í um það bil 5 mínútur. Þerrið það síðan með pappír og skerið í teninga. Steikið tofuið á vel heitri pönnu þar til stökkt og gyllt, kryddið með salti og pipar og takið það síðan til hliðar.
Skref 2 Hitið 700 ml af vatni í potti ásamt smá salti. Sjóðið hrísgrjónin í 15-20 mínútur eða þar til fullsoðin.
Skref 3 Skerið brokkólí, gulrætur og lauk í litla bita.
Skref 4 Hitið 1 msk af ólífuolíu ásamt sesamolíunni á pönnu. Steikið grænmetið í 5-10 mínútur eða þar til mjúkt.
Skref 5 Bætið hrísgrjónunum og tofuinu útá pönnunina, hrærið saman og steikið í 2-4 mínútur. Hellið sojasósunni útá og hrærið áður en rétturinn er borinn fram. Njótið vel!

2.366 kr
2.366 kr / stk

Uppselt

DEILDU