Creamy pesto pasta með kjúkling, kasjúhnetum og parmesan
Einn Tveir og Elda

Creamy pesto pasta með kjúkling, kasjúhnetum og parmesan

Matarpakki fyrir 2

Það sem þú þarft að eiga: Salt, pipar og ólífuolía.
Það sem þarf að hafa við hendina: Skurðarbretti, hnífu, pottur og panna Gott er að lesa vel yfir uppskriftina áður en byrjað er að elda.
Helstu ofnæmisvaldar: Rjómi, parmesan, kasjúhnetur, pestó (parmesan, kasjúhnetur)

LEIÐBEININGAR
Skref 1 Skerið kjúklingalæri í litla bita. Steikið uppúr 2 msk af olíu á vel heitri pönnu í 10 mínútur eða þar til fulleldaðir. Takið til hliðar.
Skref 2 Hitið 500 ml af vatni að suðu, bætið 1 tsk af salti og smá ólífuolíu útí vatnið. Sjóðið tagliatelle hreiðrin í 10-15 mínútur eða þar til fullsoðin. Takið 1 dl af vatninu frá áður en þið sigtið pastað.
Skref 3 Ristið kasjúhnetur á vel heitri pönnu og takið til hliðar.Saxið hvítlauk og steikið uppúr smá olíu í 1-2 mínútur, bætið þá hvítvíninu útá pönnuna og skrapið það sem festist á pönnunni í 1-2 mínútur. Setjið pastasoðið útá pönnuna ásamt pastanu, sósugrunninum
Skref 4 Setjið pastasoðið útá pönnuna ásamt pastanu og sósugrunninum. Látið malla og hrærið vel saman í um það bil 5 mínútur.
Skref 5 Bætið kjúklingnum og kasjúhnetunum útá pönnuna og hrærið vel saman. Dreifið ferskri basiliku yfir áður en pastað er borið fram.

Njótið vel!
2.786 kr
2.786 kr / stk

Uppselt

DEILDU