Ofnbakaður hakkréttur með eggjum, tómötum og spínati
Einn Tveir og Elda

Ofnbakaður hakkréttur með eggjum, tómötum og spínati

Matarpakki fyrir 2

Það sem þú þarft að eiga: Salt, pipar, ólífuolía og hveiti. Það sem þarf að hafa við hendina: Skurðarbretti, hnífur, panna, eldfast mót.
Gott er að lesa vel yfir uppskriftina áður en byrjað er að elda. Hitið ofninn í 180°c og stillið á blástur.
Helstu ofnæmisvaldar: Egg, rifinn ostur.

LEIÐBEININGAR
Skref 1 Smyrjið eldfast mót með olíu. Pískið eggin og hellið í eldfasta mótið, ef eldfasta mótið er of stórt fyrir eggjablönduna er hægt að píska mjólk eða rjóma við eggjablönduna til að gera hana meiri. Bakið eggin í ofni í 5-10 mínútur eða þar til bökuð í gegn.
Skref 2 Saxið hvítlauk, skerið rauðlauk í strimla og tómatana til helminga. Hitið 2 msk af olíu á pönnu, steikið hvítlaukinn í 2 mínútur og bætið þá hakkinu og kryddblöndunni útá. Steikið hakkið í 5-10 mínútur eða þar til orðið vel brúnað.
Skref 3 Bætið hökkuðu tómötunum útá pönnuna og blandið vel saman.
Skref 4 Hellið hakkblöndunni yfir ofnbökuðu eggin. Dreifið rifna ostinum , spínatinu og kirsuberjatómötunum yfir og bakið í ofninum í um það bil 10 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gylltur.
Skref 5 Blandið saman salatinu og rauðlauknum og berið fram með hakkréttinum. Njótið vel!

2.786 kr
2.786 kr / stk

DEILDU