Kókoskjúklingur með sólþurrkuðum tómötum
Einn Tveir og Elda

Kókoskjúklingur með sólþurrkuðum tómötum

Matarpakki fyrir 2

Það sem þú þarft að eiga: Salt, pipar og ólífuolía.
Það sem þarf að hafa við hendina: Hnífur, bretti, panna og eldfast mót.
Gott er að lesa vel yfir uppskriftina áður en byrjað er að elda Stillið ofninn á 200°c og blástur.

LEIÐBEININGAR
Skref 1 Hitið ofninn í 200°c.
Skerið laukinn í sneiðar og saxið hvítlaukinn. Skerið sólþurrkuðu tómatana í litla bita. Rífið blómkálið niður í matvinnsluvél eða með rifjárni, einnig er hægt að saxa það smátt niður.
Skref 2 Hitið 2 msk af ólífuolíu á pönnu, brúnið kjúklinginn í 2-4 mínútur, kryddið hann með helming kryddblöndunnar og setjið hann síðan í eldfast mót.
Skref 3 Hitið 1 msk af ólífuolíu á pönnunni og steikið laukinn og hvítlaukinn í 2 mínútur, bætið þá sólþurrkuðu tómötunum við ásamt restinni af kryddblöndunni og steikið í 30 sekúndur.
Skref 4 Bætið kókosmjólkinni útá pönnuna ásamt kjúklingakraftinum og hitið að suðu. Hellið sósunni og grænmetinu yfir kjúklinginn og bakið í ofninum í um það bil 20 mínútur. Snöggsteikið blómkálsgrjónin í 1-2 mínútur upp úr smá olíu rétt áður en kjúklingarétturinn er tilbúinn. Njótið vel!

2.786 kr
2.786 kr / stk

Uppselt

DEILDU