Þorskhnakkar með pestó og hvítkáli
Einn Tveir og Elda

Þorskhnakkar með pestó og hvítkáli

Matarpakki fyrir 2

Það sem þú þarft að eiga: Salt, pipar og ólífuolía.
Það sem þarf að hafa við hendina: Skurðarbretti, hnífur og tvö eldföst mót
Gott er að lesa vel yfir uppskriftina áður en byrjað er að elda Hitið ofninn í 180°c og stillið á blástur.

LEIÐBEININGAR
Skref 1 Hitið ofninn í 180°c.
Skerið hvítkálið í 2 hluta og rauðlaukinn í helming. Setjið hvítkál, rauðlauk og tómata í eldfast mót ásamt 2 msk af ólífuolíu og smá salti og pipar. Skerið lime í 8 báta og kreistið 4 báta yfir grænmetið og setjið 4 báta í eldfasta mótið. Bakið grænmetið í ofninum í 15-20 mínútur.
Skref 2 Skerið þorskhnakka í 2 bita og setjið á ofnþolna pönnu eða í eldfast mót ásamt smá salti og dreifið pestóinu vel yfir báða bitana.
Bakið þorskhnakkana í ofninum í um það bil 15-20 mínútur eða þar til þorskurinn er orðinn fulleldaður.
Skref 3 Berið þorskinn fram með grænmetinu, njótið vel!

2.786 kr
2.786 kr / stk

Uppselt

DEILDU