Sænskar kjötbollur með kartöflum, brúnni sósu og sultu
Einn Tveir og Elda

Sænskar kjötbollur með kartöflum, brúnni sósu og sultu

Matarpakki fyrir 2

Það sem þú þarft að eiga: Ólífuolía og salt.
Það sem þarf að hafa við hendina: Panna og pottur.
Gott er að lesa vel yfir uppskriftina áður en byrjað er að elda.
Helstu ofnæmisvaldar: Kjötbollur (hveiti, soja), brún sósa (glútein, rjómi)

LEIÐBEININGAR
Skref 1 Hitið vatn í potti ásamt smá salti. Sjóðið kartöflurnar í 15-20 mínútur eða þar til fullsoðnar. Suðutími fer eftir stærð kartaflanna.
Skref 2 Hitið 2 msk af ólífuolíu á pönnu. Steikið kjötbollurnar í um það bil 2-4 mínútur á öllum hliðum eða þar til þær hafa náð góðum brúnum lit.
Skref 3 Bætið sósugrunninum útá pönnuna og stillið á miðlungshita. Leyfið bollunum að malla í sósunni í um það bil 10 mínútur eða þar til þær eru fulleldaðar. Við mælum með að smakka sósuna til, ef ykkur finnst hún of bragðsterk er hægt að þynna hana út með smá mjólk, rjóma eða vatni.
Skref 4 Berið kjötbollurnar fram ásamt soðnu kartöflunum og títuberjasultunni. Njótið vel!

2.786 kr
2.786 kr / stk

Uppselt

DEILDU