Dósapokinn - settu dósirnar upp í næstu pöntun

Við tökum dósirnar - þú færð inneign

Færðu samviskubit yfir því að fara ekki með dósir og flöskur í endurvinnsluna?
Hafðu ekki áhyggjur, BOXIÐ hirðir dósirnar fyrir þig.

Við tökum við öllum umbúðum sem bera skilagjald og komum þeim í endurvinnsluna fyrir þig.
Andvirðið verður svo lagt inn á reikninginn þinn á BOXIÐ.is og nýtist sem inneign upp í næstu pöntun.


Hvað þarf ég að gera svo að BOXIÐ taki dósirnar mínar?

Tæmdu dósir og flöskur og settu þær heilar í poka. Þegar þú pantar næst á BOXIÐ.is þá afhendir þú bílstjóranum pokann. Einfaldara getur það ekki verið.

Hvenær fæ ég borgað?

Þú færð inneign á BOXIÐ.is næsta þriðjudag. Inneignina geturðu svo nýtt uppí næstu pöntun.

Kostar þessi þjónusta eitthvað?

BOXIÐ tekur 20% af andvirði skilagjaldsins í þóknun.

Þarf ég að tilkynna það sérstaklega að ég sé með dósapoka?

Nei, þú þarft bara að hafa pokann klárann þegar við afhendum þér pöntun.

Þarf ég að telja ofan í pokann?

Þú þarft ekki að telja frekar en þú vilt. Við tæmum pokann ofan í talningar vél og sendum þér svo tölvupóst með magni og upphæð. Ef þú telur okkur hafa talið ranglega þá máttu senda okkur tölvupost á hjalp@boxid.is

Hvað takið þið marga poka í einu?

Það er ekkert hámark á því hvað við tökum mikið í einu en eðli málsins samkvæmt, þá getum við ekki tekið meira en rúmast í bílnum.

Kostir við að nýta sér endurvinnslu hjá BOXINU:

 • Þú nýtir verðmæti á heimilinu sem ella hefðu farið forgörðum.
 • Þú þarft ekki að burðast með flöskurnar í endurvinnslu
 • Þú færð auka klukkutíma í daginn!
 • Minni mengun, einn bíll sækir flöskur og fer með matvörur á mörg heimili í einu.
 • Með því að flokka og skila plasti til endurvinnslu eykst endurvinnsla plasts og magn urðaðs úrgangs minnkar.

Vissir þú að...:

 • við endurvinnslu á áldós sparast orka sem jafngildir orkuþörf sjónvarps í þrjár klukkustundir. Það tekur áldós um 200 ár að leysast upp í umhverfinu en einungis um 60 - 80 daga tekur að endurvinna áldós.
 • það að tekur plastflösku allt að 450 ár að leysast upp í umhverfinu.
 • PET stendur fyrir polyethylene terephthalate og var fyrst þróað árið 1941 fyrir þræði í efnavöru (flís) en upp úr 1960 var byrjað að nota það sem umbúð utan um filmur og síðar eða um 1970 til framleiðslu á drykkjarvöruumbúðum. PET er endurunnið í margar ólíkar vörur, ekki bara í flöskur. Meirihluti PETs er endurunninn í þræði sem síðan eru notaðir í framleiðslu á flísvörum s.s. teppum, fötum og umbúðum. Mjúka flíspeysan þín gæti því verið drykkjarvöruumbúðir að uppruna.
 • Gler er 100% endurvinnanlegt og hægt er að endurvinna það “endalaust” án þess að það tapi gæðum. Það getur hins vegar tekið glerflösku allt að milljón ár að leysast upp í umhverfinu.
 • Á hverju ári er áætlað að um 100 milljarðar plastflaskna séu notaðar í heiminum. Þótt um 30 prósent þeirra séu endurunnin enda hin 70 prósentin sem landfylling eða í höfum jarðar þar sem það tekur hverja flösku átakanleg 700 til 1000 ár að brotna niður.
 • Fáðu nánari upplýsingar um endurvinnslu á endurvinnslan.is