BOXIÐ.is - Dósapokinn - settu dósirnar upp í næstu pöntun

Við tökum dósirnar - þú færð inneign og styrkir skátana

Færðu samviskubit yfir því að fara ekki með dósir og flöskur í endurvinnsluna?
Hafðu ekki áhyggjur, BOXIÐ tekur dósirnar fyrir þig.

Við tökum við öllum umbúðum sem bera skilagjald og komum þeim í endurvinnsluna fyrir þig.
Andvirðið verður svo lagt inn á reikninginn þinn á BOXIÐ.is og nýtist sem inneign upp í næstu pöntun.


  • Hámark 1 stór poki í hverri sendingu
  • Umbúðir þurfa að bera skilagjald og vera heilar (Ekki beyglaðar)
  • Skilagjald til viðskiptavina er 10 kr
  • Ekkert nema umbúðir með skilagjaldi má vera í pokanum
  • Inneign er greidd út innan 7 daga frá skilum